Helgin framundan

Í dag keppir unglingaflokkur karla bikarleik gegn Grindavík í Mustad-höllinni. Leikurinn hefst klukkan 18.30.

Króksamótið verður svo haldið í Síkinu á morgun. Sem fyrr segir hefst það klukkan 9.00 og lýkur klukkan 16.00 með troðslu- og þriggjastigakeppni meistaraflokks karla. Athugið að eingöngu verður hægt að ganga inn í húsið að austanverðu (við bílaplanið við Skagfirðingabraut) þar sem inngangur að vestanverðu (við heimavist FNV) verður lokaður.

Á sunnudaginn keppir unglingaflokkur karla annan leik, gegn KR. Sá leikur fer fram í DHL-höllinni og hefst klukkan 16.00.

Áfram Tindastóll!