- Félagið
 - Fótbolti
 - Körfubolti
 - Sund
 - Frjálsar
 - Skíði
 - Júdó
 - Bogfimi
 - Badminton
 
Hannes Ingi Másson hefur ákveðið að draga fram skóna á ný eftir að hafa geymt þá á hillunni góðu í eitt tímabil.
 
Hannes sá það á þessu eina ári að hann er allt of ungur til þess að leggja skóna á hilluna. 
Hannes er frábær liðsmaður og stjórnar stemningunni í klefanum með almennri gleði og fjöri, góður varnarmaður og með gott skot. Það verður frábært að sjá hann á parketinu í vetur. 
Gerði Hannes eins árs samning við kkd. Tindastóls.