Eva Rún áfram með Tindastól!

Körfuknattleiksdeild Tindastóls og Eva Rún Dagsdóttir hafa komist að samkomulagi um að Eva spili áfram á Króknum. "Það er mikill fengur fyrir Tindastól að Eva framlengi. Eva er ekki bara ótrúlega duglegur leikmaður á báðum endum vallarins heldur einnig frábær og hvetjandi félagsmaður. Eva sýndi það á síðasta ári að hún er tilbúin í stórt hlutverk í þessu liði og verður gaman að sjá hana taka þá reynslu með sér inn í þennan vetur." segir Helgi Freyr Margeirsson þjálfari meistaraflokks kvenna
🎨grafík: @hhalldors