Emese Vida endursemur við Körfuknattleiksdeild Tindastóls!

Körfuknattleiksdeild Tindastóls hefur samið við Emese Vida um að leika áfram með kvennaliði Tindastóls. Helgi Freyr segist mjög ánægður með komu Emese: „Hún er reynslumikil og með mikil gæði sem leikmaður. Það er mikill kostur að hún þekkir deildina og er hluti af þeim kjarna sem heldur áfram frá því í fyrra.“