Brynja Líf Júlíusdóttir skrifar undir hjá Körfuknattleiksdeild Tindastóls!

Brynja Líf Júlíusdóttir hefur skrifað undir hjá Körfuknattleiksdeild Tindastóls. Helgi Freyr nýráðinn þjálfari meistaraflokks kvenna segist mjög ánægður að fá Brynju Líf, einn efnilegasta leikmann landsins til liðs við Tindastól og í körfuboltaakademíu FNV. “Hún er vonandi fyrst af mörgum sem á eftir að taka skrefið og koma í Tindastól. Tindastóll er eitt fárra félaga sem getur boðið leikmönnum sem setja körfubolta í forgang uppá akademíu með heimavist og góðri aðstöðu í umhverfi þar sem körfubolti er risastór hluti af samfélaginu.”
Brynja kemur frá Egilsstöðum og spilaði með U16 ára landsliði Íslands sem nýlega spilaði á Norðurlandamótinu
Við bjóðum Brynju Líf hjartanlega velkomna á Krókinn og hlökkum til að sjá hana í Síkinu. 🤠🏀🐊
Áfram Tindastóll!
 
 
graphic Halldór Halldórsson