Bikarleikir auk annarra leikja um helgina

Mynd: Hanna Dóra
Mynd: Hanna Dóra

Um helgina verða fjórir flokkar á ferðinni.

Sameiginlegt lið Þórs Akureyri og Tindastóls í 8. flokki kvenna keppir í TM höllinni um helgina. Þá verða strákarnir í 8. flokki í Stykkishólmi. 

Unglingaflokkarnir spila svo sitthvorn bikarleikinn en bæði lið eru komin í undanúrslit.

Strákarnir eiga útileik gegn Þór Þorlákshöfn á laugardaginn klukkan 14.30 en stelpurnar eiga heimaleik gegn Keflavík á sunnudaginn klukkan 14.00. 

Unglingaflokkur karla á svo einnig leik gegn Haukum um helgina. Sá leikur fer fram á Ásvöllum klukkan 17.40 á sunnudaginn. 

Við hvetjum stuðningsmenn okkar til að líta á leikina og styðja við unga fólkið okkar.

Áfram Tindastóll!