Axel Kára og Sigtryggur Arnar í Tindastólsbúning á ný

Sigtryggur Arnar með Tindastóli 2012. Mynd: Hjalti Árna.
Sigtryggur Arnar með Tindastóli 2012. Mynd: Hjalti Árna.

Nú er ljóst að Axel Kárason er á heimleið eftir nám erlendis undanfarin ár. Axel mun styrkja lið Tindastóls talsvert en hann hefur verið í landsliðshópi undanfarin ár og fór m.a. með landsliðinu á Evrópumótið fyrir tveimur árum. Hann vonast einnig til að komast í hóp fyrir Evrópumótið í Finnlandi í haust.

Sigtryggur Arnar kemur frá Skallagrími þar sem hann hefur spilað undanfarin tvö ár, fyrra árið í 1. deildinni en það seinna í úrvaldsdeild. Hann stýrði liðinu með prýði og var með 18 stig að meðaltali í leik.

Frábær liðsstyrkur fyrir komandi tímabil. 

Við hlökkum til næsta tímabils.

Áfram Tindastóll.