Tap í úrslitum bikarsins

Tap í úrslitaleik Powerade-bikarsins í drengjaflokki var því miður staðreynd í gær þegar strákarnir okkar töpuðu fyrir Haukum, 92-76. Strákarnir voru undir mest allan tímann og náðu sér aldrei almennilega á strik. Þeir sýndu þó baráttu allan tímann og hleyptu Haukunum aldrei mjög langt frá sér. Viðar átti stórleik og endaði með 37 stig og 16 fráköst en Haukar áttu engin svör við honum. Finnbogi og Pétur voru með 9 stig hvor og aðrir minna.
Það má þó ekki gleyma því að annað sætið er staðreynd þó að gullið hefði verið sætara!