Tap í bikarnum

Í dag spiluðu stelpurnar bikarleik á móti KR-ingum í meistaraflokki kvenna. Voru KR-stelpurnar mun betri frá upphafi og komust meðal annars í 12-0. Stelpurnar okkar bættu í á köflum og hefðu mátt vera enn ákveðnari en munurinn á liðunum var töluverður í dag. 
Bríet og Linda voru stigahæstar í dag með 12 stig hvor, þá skoruðu Dagmar og Valdís 6 stig hvor, Erna og Kristín báðar með fjögur stig og Þóranna með 2. 
Næsti leikur hjá stelpunum er úti gegn Stjörnunni þann 13. desember næstkomandi.