Skemmtilegir dagar framundan í Síkinu

Á næstu fjórum dögum fáum við þrjá leiki hjá meistaraflokkum deildarinnar, þar af tvo bikarleiki. 
Á fimmtudagskvöldið á meistaraflokkur karla leik gegn Snæfell í 9. umferð deildarinnar. Leikurinn hefst venju samkvæmt kl:19.15.
Á laugardaginn mætir Helga Einars með sitt lið og spila KR stelpurnar gegn heimastúlkum í meistaraflokki kvenna. Þetta er annað árið í röð sem stelpurnar okkar dragast á móti úrvalsdeildarliði, auk þess að fá heimaleik, í fyrstu umferð bikarkeppni. Skemmtilegt það. Stelpurnar hefja leik kl: 16.00.
Á sunnudeginum endar meistaraflokkur karla þessa leikjatörn og taka á móti Grindavík í bikarnum. Strákarnir lögðu Grindavík í Röstinni á mánudagskvöldið síðasta og gaman væri að endurtaka þann leik, þ.e. að fá sigur.
Við hvetjum sem fyrr alla til að mæta og styðja við okkar fólk.
Áfram Tindastóll!