Jou Costa tekur við liði Tindastóls

Körfuknattleiksdeild Tindastóls hefur gengið frá ráðningu á nýjum þjálfara meistaraflokks en sem kunnugt er var Finninn Pieti Poikola leystur undan samningi í október. Nýr þjálfari liðsins er hinn 43 ára gamli Spánverji, José María Costa Gómez, en hann var m.a. yfirþjálfari hjá Tenerife Baloncesto með Israel Martín, síðar þjálfara Tindastóls, sem aðstoðarþjálfara.

Að sögn Stefáns Jónssonar, formanns körfuknattleiksdeildar Tindastóls, þekkir Jou Costa talsvert til Tindastólsliðsins og hugmyndir hans og Israel Martin um margt líkar þegar kemur að sportinu. Stefán tjáði Feyki einnig að stjórn Kkd. Tindastóls hefði verið búin að þreifa talsvert fyrir sér á íslenska þjálfaramarkaðnum en á endanum var tekin ákvörðun um að leita út fyrir landsteinana.

Jou Costa, sem er sprenglærður þjálfari, hóf þjálfaraferilinn árið 1997 og hefur að mestu starfað í EBA og LEB SILBER deildunum á Spáni með CB Canarias (1997-2000 og 2004-2005), CB Tacoronte (2006-2009) og Tenerife Baloncesto (2000-2001 og 2010-2012). Hann var aðstoðarþjálfari hjá Eiffel Towers í Hollandi en hefur frá árinu 2012 verið stjórnandi Soles æfingabúðanna í Mexíkó og verið aðstoðarþjálfari hjá atvinuumannaliðinu Soles de Mexicali en liðið varð LNBP meistari tímbilið 2014-2015.

Þá hefur hann starfað við körfuboltann á öðrum sviðum eins og sjá má á upptalningunni hér að neðan. Costa var á lausu þegar Tindastólsmenn leituðu til hans, hafði ráðgert ársfrí en varð ekki kápan úr því klæðinu. Hann er væntanlegur til landsins í vikunni.

BASKETBALL EDUCATION

Level 1 COACH certified by FEB (Spanish National Federation of Basketball). Santa Cruz de Tenerife. Islas Canarias. España.

Level 2 COACH certified by FEB (Spanish National Federation of Basketball). Santa Cruz de Tenerife. Islas Canarias. España.

Level 3 COACH certified by FEB (Spanish National Federation of Basketball). Bilbao. España.

Atending the American University of Middle Tennessee State and University of North Carolina at Asheville, participating in all practices  during part of the season under invitation of Coach Randy Wiel, Head Coach in MTSU and UNCA. Also assistant coach for 10 years at the prestigious University of North Carolina.

WORK EXPERIENCE

10 years professor of the Canary Basketball Federation in conducting the Level 1 and Level 2 carried out by the Spanish Basketball Federation.

11 consecutive years as Director of the Ciudad de La Laguna International Basketball Camp. Santa Cruz de Tenerife. Spain.

15 years as Sports Director of the Club Santo Domingo de la Calzada Basketball Club. Santa Cruz de Tenerife. Canary Islands. Spain.