Sjö norðurlandsmeistaratitlar til Júdódeildar Tindastóls

Frá Norðurlandsmóti, frá vinstri Harpa Sóllilja Guðbergsdóttir og.Jóhanna María Grétarsdóttir Noack.…
Frá Norðurlandsmóti, frá vinstri Harpa Sóllilja Guðbergsdóttir og.Jóhanna María Grétarsdóttir Noack. Mynd Ingibjörg Ásta Sigurðardóttir.

Norðurlandsmótið í Júdó var haldið á Blönduósi í dag þar sem ríflega áttatíu keppendur frá Draupni á Akureyri, Pardusi á Blönduósi og Júdódeild Tindastóls öttu kappi.

Góð þátttaka var á Norðurlandsmótinu í Júdó sem haldið var á Blönduósi í dag. Alls voru keppendur 81 frá þremur júdófélögum: Draupni á Akureyri, Pardusi á Blönduósi og Júdódeild Tindastóls. Þetta er annað árið í röð sem Norðurlandsmót í Júdó er haldið og heppnaðist það í alla staði vel. Aðstandendur og gestir fjölmenntu í áhorfendastúkurnar og var ekki að sjá annað en að þeir skemmtu sér mjög vel.

Keppendur Júdódeildar Tindastóls voru alls 21 og hömpuðu sjö þeirra norðurlandsmeistaratitli. Margir voru að keppa á sínu fyrsta móti og sumir þeirra byrjuðu fyrst að æfa júdó í haust. Það er því ekki hægt annað en að hrósa þeim fyrir frábæran árangur. En þetta mót er einkar gott fyrir júdóiðkendur að öðlast keppnisreynslu og glíma við júdóiðkendur frá öðrum félögum.

Nánar er hægt að skoða úrslitin hér fyrir neðan.

Úrslit Norðurlandsmóts í júdó 2016