Norðurlandsmót í Júdó á Blönduósi

Frá vinstri fremst: Þorgrímur Svavar Runólfsson, Arnór Freyr Fjólmundsson, Þóranna Ásdís Fjólmundsdó…
Frá vinstri fremst: Þorgrímur Svavar Runólfsson, Arnór Freyr Fjólmundsson, Þóranna Ásdís Fjólmundsdóttir, Mykhailo Sigurðsson Lafleur, Ása María Sigurðardóttir og Haukur Rafn Sigurðsson. Mynd: Ingibjörg Ásta Sigurðardóttir.

Norðurlandsmót í Júdó var haldið á Blönduósi í dag. Keppendur voru samtals 42 og komu frá þremur Júdófélögum á Norðurlandi: Pardusi á Blönduósi, Tindastóli á Sauðárkróki og KA á Akureyri.

Þó félögin þrjú hjálpist að við mótshaldið ber Pardus hitann og þungann af skipulagningunni. Mótið var haldið í íþróttamiðstöðinni á Blönduósi og var þátttakendum og foreldrum boðið frítt í sund ásamt því sem keppendum var boðin heit súpa eftir mótið.

Keppendur frá Tindastóli voru fimmtán talsins og voru þeir lang flestir félagi sínu til sóma, börðust vel, tóku sigri með lítillæti og tapi með reisn. Árangurinn lét heldur ekki á sér standa og hirti Tindastóll sex gullverðlaun, fimm silfurverðlaun og þrjú bronsverðlaun. Það verður að teljast frábær árangur.

Hér fyrir neðan má sjá nánari úrslit mótsins og myndir sem Ingibjörg Ásta Sigurðardóttir tók.

 Úrslit Norðurlandsmóts í Júdó 2017