Æfingarbúðir hjá Judofélag Suðurlands

Dagana 27. og 28.10.2023 voru æfingabúðir á Eyrabakka í tilefni af vinsælum júdódegi á vegum Júdófélags Suðurlands. Þar voru meðal annars iðkendur frá JR og Bretlandi. Júdódeild Tindastóls mætti með 4 iðkendur. Þó þau væru yngst og hin lengra komin stóðu krakkarnir á sínu og gáfu ekkert eftir. Þetta var frábær reynsla og við lærðum mikið. Að lokum voru allir sáttir og þreyttir og á leiðinni heim var hópurinn mjög rólegur í bílnum.