Æfing í bardagalistum

Daði Ástþórsson, þjálfari í bardagalistum.
Daði Ástþórsson, þjálfari í bardagalistum.

Laugardaginn 28. júlí mun Daði Ástþórsson, sem hefur áratuga reynslu sem þjálfari í boxi og öðrum bardagaíþróttum, halda æfingu í íþróttahúsinu á Sauðárkróki.

Æfingin er ókeypis í boði júdódeildarinnar og hefst klukkan 13:00 og stendur í tæpa tvo tíma. Þessi æfing er fyrir þá sem þegar hafa einhvern grunn í bardagaíþróttum.