- Félagið
- Fótbolti
- Körfubolti
- Sund
- Frjálsar
- Skíði
- Júdó
- Bogfimi
- Badminton
Sumarleikar HSÞ.
Mótið fer fram 17.-18. júlí á Laugavelli í Þingeyjarsveit. Skráning keppenda fer fram á mótaforriti FRÍ thor.fri.is og lýkur skráningu fimmtudagskvöldið 15. júlí klukkan 22:00.
9 ára og yngri: Fjörþraut þar sem þrautirnar eru langstökk, sprettboðhlaup, boltakast og 400m hlaup. Allir keppa í öllu og verður skipt í hópa eftir þörfum, strákar og stelpur saman í bland. Ekki eru beinar mælingar en liðin safna stigum eftir greinum. Veitt eru þátttökuverðlaun fyrir þá sem taka þátt í þessum flokki.
10-11 ára piltar og stúlkur: Keppt er í fjórþraut þar sem hver keppandi verður að taka þátt í a.m.k. einu spretthlaupi, einni kastgrein, einni stökkgrein og lengra hlaupi. Greinarnar eru: 60m hlaup, 600m hlaup, langstökk, hástökk, spjótkast og kúluvarp. Hægt er að skrá sig í stakar greinar (ekki taka þátt í fjölþraut). Keppendur fá stig í samræmi við úrslitaröð m.v. þá sem eru skráðir í fjölþraut. Dæmi: 10 þátttakendur eru í fjölþraut, þá fær keppandi í 1. sæti 10 stig, 2. sæti 9 stig o.s.frv. Veitt verða bæði þátttökuverðlaun fyrir þá sem taka þátt í þessum flokki, auk þess sem veitt verða verðlaun fyrir efstu þrjú sætin í fjölþraut. Að auki verður boðið upp á keppni í 4x100m boðhlaupi og þessi aldur getur skráð sig í þrístökk 13 ára og yngri.
12-13 ára piltar og stúlkur: 60m, 600m, 80m grind, langstökk, hástökk, þrístökk, spjót, kúla, 4x100m boðhlaup.
14-15 ára piltar og stúlkur: 100m, 800m, 80m/100m grind (14 ára sér, 15 ára sér), langstökk, hástökk, spjót, kúla, kringla, 4x100m boðhlaup (opinn flokkur kk og kvk). Að auki getur þessi aldur skráð sig í greinar í opnum flokki karla og kvenna.
16-17 ára og 18 ára og eldri piltar og stúlkur: 100m, 200m, 800m, 1500m, 100/110m grind, langstökk, hástökk, stöng, þrístökk, spjót, kúla, kringla, 4x100m boðhlaup (opinn flokkur kk og kvk).