Úrvalshópur unglinga í frjálsíþróttum 2019-2020.

 

Frjálsíþróttasamband Íslands hefur birt nýjan lista yfir Úrvalshópa unglinga 15-19 ára.

Hópurinn samanstendur af íþróttafólki, sem náði viðmiðum á utanhússtímabilinu 2019, en þeir sem ná viðmiðum á innanhússtímabilinu í vetur bætast við í mars. Einn Skagfirðingur er í hópnum, Andrea Maya Chirikadzi Tindastól/UMSS fyrir kúluvarp (3 kg) 11,87m, sem er besti árangur 16 ára stúlku á árinu.

Til hamingju Andrea Maya !

Sjá má úrvalshópa unglinga FRÍ 2019-2020 HÉR !

Sjá má árangursviðmiðin HÉR !