Þrjú frá Tindastól í landsliðshópi í frjálsum.

Jóhann Björn átti glæsilega endurkomu.
Jóhann Björn átti glæsilega endurkomu.

 

Frjálsíþróttasamband Íslands hefur birt landsliðshóp sinn fyrir 2018.

Í hópnum eru þrír Skagfirðingar, Ísak Óli Traustason í grindahlaupi og fjölþraut, Jóhann Björn Sigurbjörnsson í spretthlaupum og Þóranna Ósk Sigurjónsdóttir í hástökki.

Þóranna Ósk og Ísak Óli hafa staðið sig frábærlega á mótum vetrarins innanlands og utan, og endurkoma Jóhanns Björns á hlaupabrautina eftir nokkurt hlé, á MÍ og í Bikarkeppni nú nýlega, var glæsileg.

Til hamingju öll !

Landsliðshóp FRÍ má sjá HÉR !