- Félagið
- Fótbolti
- Körfubolti
- Sund
- Frjálsar
- Skíði
- Júdó
- Bogfimi
- Badminton
Jæja gott fólk, sumarið flaug fram hjá okkur eins og örugglega mörgum öðrum. Margt var þó um að vera í heimi frjálsíþrótta bæði heima og úti í heimi.
Við þurfum því nú að spýta aðeins í lófanna og reyna að telja upp hvað okkar iðkendum tókst að framkvæma í sumar.
Við héldum nokkur mót hér á Sauðárkróksvelli áður en Unglingalandsmót UMFÍ var haldið hér um verslunarmannahelgina.
Við byrjum á því að halda UMSS kastmót þann 11. júní, þar kepptu 28 keppendur sem settu 15 aðilar bættu sitt persónulega best (pb) í einni eða fleiri greinum. Við héldum líka þrjú sumar mót; 1 Sumarmót UMSS, var haldið 18. júní og kepptu 35 aðilar á mótinu og bættu 10 aðilar sitt pb í einni grein, 2 Sumarmót UMSS, var haldið 19. júlí þar kepptu 28 aðilar og bættu 10 aðilar sitt pb í einni eða fleiri greinum og 3 Sumarmót UMSS var haldið 26. júlí þar kepptu 16 aðilar og bættu 5 aðilar sitt pb í einni eða fleiri greinum.
Ísak Óli Traustason tók þátt á Smáþjóðaleikum 30. maí á Möltu, keppti þar í 110 m grind og hljóp á 14,94 sek. í undanúrslitum, auk þess keppti hann á Evrópukeppni landsliða í Póllandi í 110 m grind.
MÍ 15-22 ára var haldið snemma í ár 9.-10. júní og átti UMSS tvo keppendur, Stefaníu Hermannsdóttir og Magnús Elí Jónsson. Stefanía varð Íslandsmeistari í flokki 20-22 ára stúkna í spjótkasti með kast upp á 36,97 m. Magnús Elí keppti í 100 m og spjótkasti 18-19 ára pilta og nældi sér í brons í spjótkastinu með kast upp á 30,22 m.
MÍ 11-14 ára var haldið 24.-25. júní þar kepptu 8 krakkar á vegum UMSS. Þar vann Guðni Bent Helgason tvo Íslandsmeistaratitla; hástökk og í kúluvarpi 11 ára pilta, og Lilja Stefánsdóttir (Smári) varð Íslandsmeistari í spjótkasti 11 ára stúlkna. Einnig varð sveit UMSS í 4x100 metra boðhlaup 13 ára pilta Íslandsmeistarar en í sveitinni voru þeir Sigmar Þorri Jóhannsson (12), Aron Gabríel Samúelsson (12), Guðni Bent Helgason(11) og Ísak Hrafn Jóhannsson (12). Á mótinu unnust 4 silfurverðlaun; Guðni (11) í 60m hlaupi, Ísak Hrafn (12) 400m hlaupi, Aron Gabríel (12) langstökk og Friðrik Logi Hauksteinn Knútsson (13) í spjótkasti. Einnig unnust 3 bronsverðlaun; Guðni Bent (11) 400 m hlaup, Halldór Stefánsson (14) 2000 m hlaup og Friðrik Logi (13) 80m grind.
Við héldum með stóran hóp af krökkum (Tindastóll og Smári) til Gautaborgar þar sem þau kepptu á Gautaborgaleikum 30. júní – 2. júlí. Flogið var út þann 28. júní til Gautaborgar og dögunum fyrir mót var eytt í borginni eða á hlaupabrautinni á æfingum. Keppendur kepptu í 118 greinum og 25 pb voru sett. Gunnar Freyr Þórarinsson lenti í 3.sæti í sleggju og spjóti karla þar sem hann kastaði sitt pb í báðum greinum og Andrea Maya Chirikadzi setti bætti héraðsmet sitt í sleggju 20-22 ára kvenna í annað sinn í sumar. Eftir mótið var farið í skemmtigarð og svo var haldið heim á leið þann 5. júlí, eftir vel heppnaða ferð. Sjö keppendur brunuð þá á Sumarleika HSÞ sem eru haldnir árlega á Laugum og gekk það ágætlega.
97. Meistaramót Íslands eða meistaramót fullorðna var haldið helgina 28.-30. júlí. Ísak Óli varð Íslandsmeistari í 110m grind og fékk brons í langstökki karla, Gunnar Freyr Þórarinsson varð þriðji í spjótkasti karla og Stefanía Hermannsdóttir varð líka þriðja í spjótkasti kvenna.
Unglingalandsmót UMFÍ var haldið hér á Sauðárkróki daganna 4.-5. ágúst.Skráðir voru 445 einstakilingar til þátttöku í frjálsum og 53 boðhlaupsveitir. 50 keppendur voru skráðiir sem kepptu fyrir hönd UMSS (Tindastóll og Smári) og vannst til 11 Unglinglandsmótstiltla, 17 silfur og 10 brons.
Skipting verðlauna;
Boðhlaupsveitir
Margir bættu sitt PB (47 bætingar)
Bikarmót FRÍ var haldið 12. ágúst í Reykjavík. Mætt var með tvö lið 15 ára og yngri ( 6 stelpur og 4 strákar). Keppendur UMSS voru á aldrinum 12-14 ára og áttu þau góða keppni á þessu móti. 8 þeirra bættu sitt pb.
Helgina 18.-19. ágúst hélt UFA Akureyramót UFA og Kjarnafæði Norðlenska. Þangað sendum við 19 keppendur. Unnust þar 12 gullverðlaun, 7 silfurverðlaun og 10 brons. 16 keppendur bættu sitt pb í enni eða fleiri greinum.
Tugþrautamót FRÍ var haldið helgina 26.-27. ágúst á Akureyri og átti UMSS þar þrjá keppendur, mjög fáir keppendur skráðu sig til þátttöku á mótinu. Ísak Óli varð Íslandsmeistari en hann keppti þar við sjálfan sig á mótinu. Halldór Stefánsson lenti í 2. sæti og bætti sinn árangur í fimmtarþraut pilta 15 ára og yngri um 255 stig auk þess að bæta sitt PB kringlukasti, langstökki og spjótkasti. Súsanna Guðlaug Halldórsdóttir keppti í fimmtarþraut 15 ára og yngri, en því miður lauk hún ekki keppni.
Nokkur héraðsmet hafa fallið á árinu (listinn er ekki tæmandi)
Framundan er uppbyggingartími fyrir innanhússtímabilið hjá flestum keppendum okkar. Nokkur mót eru þó framundan fyrir áramót. Silfurleikar ÍR verða haldnir 18. nóvember í Laugardalshöll og Minningarmót Ólivers þann 2. desember í Boganum Akureyri. Eftir áramót þá er Stórmót ÍR helgina 20.-21. janúar og svo koma Meistaramót Frjálsíþróttasambandsins koll af kolli fram í mars.