Sumaræfingum frjálsíþróttadeildar lokið

 

Sumaræfingum frjálsíþróttadeildarinnar er nú lokið, og hlé verður fram að októberbyrjun, þegar tekið verður til við æfingar aftur af fullum krafti.  Eftir síðustu æfingu sumarsins var slegið upp pizzuveislu á Kaffi Króki, og á myndinni sem fylgir má sjá hluta hópsins ásamt þjálfurunum Sigurði Arnari og Gesti.

Til hamingju öll með gott sumar !