Sumaræfingar frjálsíþróttadeildar að byrja.

 

Æfingar Frjálsíþróttadeildar Tindastóls, utanhúss, eru nú að hefjast af fullum krafti.

10-14 ÁRA SUMARNÁMSKEIÐ 2019: 4. júní - 8. ágúst:

Mánudaga, þriðjudaga og fimmtudaga kl. 15 -16:30.

Þjálfari: Ísak Óli Traustason iþróttafræðingur og fjölþrautamaður.

Fyrstu tvær vikurnar verður frítt að koma og prófa.

Skráningar HÉR !

15 ÁRA OG ELDRI SUMARNÁMSKEIÐ 2019: 3. júní - 31. ágúst:

Mánud, þriðjud, miðvikud. og fimmtud. kl. 17:30 - 19:30, föstud. kl. 17 -19.

Þjálfari: Sigurður Arnar Björnsson yfirþjálfari Fd. UMFT.

Í frjálsíþróttum er lögð áhersla á að þjálfa bæði snerpu og úthald.

Frjálsar geta því hentað vel með öðrum íþróttum.

Nýir iðkendur eru boðnir velkomnir. Allir mega koma og prófa áður en gengið er frá skráningu.

Skráningar: HÉR !

LOKAHÁTÍÐ VETRARSTARFSINS fer fram mánudaginn 3. júní og hefst hún kl. 17:00. Leikir, viðurkenningar og grill. Hittumst á Sauðárkróksvelli, iðkendur og foreldrar !