Íslandsmet Jóhanns Björns


Jóhann Björn Sigurbjörnsson, spretthlaupari úr Tindastól/UMSS, sigraði í 100m og 400m hlaupum á Vormóti ÍR sem fram fór í Reykjavík 11. júní.

Í 100m hlaupinu náði Jóhann Björn frábærum tíma, 10,71sek, sem er nýtt Íslandsmet í flokki 19 ára og yngri.  Gamla metið átti Jón Arnar Magnússon 10,72sek frá 1988.  Þessi tími er jafnframt besti árangur Íslendings í greininni frá árinu 2002.  Áður átti Jóhann Björn best 10,99 frá því fyrr í vor.  Til hamingju Jóhann Björn og Sigurður Arnar þjálfari !

Jóhann Björn sigraði einnig í 400m hlaupi á 49,78sek.


Fleiri Skagfirðingar náðu góðum árangri á mótinu.

Þóranna Ósk Sigurjónsdóttir sigraði í hástökki kvenna stökk 1,58m. Hún varð einnig í 2. sæti í 100m grindahlaupi á 15,87sek (pm).

Ísak Óli Traustason varð í 3. sæti í 110m grindahlaupi á 16,65sek.

 

Öll úrslit mótsins má sjá HÉR !