Silfurleikar ÍR 2017 í frjálsíþróttum

Andrea Maya - Inga Sólveig - Stefanía.
Andrea Maya - Inga Sólveig - Stefanía.

 

Silfurleikar ÍR er frjálsíþróttamót, fyrir börn og unglinga 17 ára og yngri, sem haldið er í nóvember ár hvert. Mótið var fyrst haldið árið 1996 og hét þá "Haustleikar ÍR". Nafninu var breytt árið 2006, til að minnast þess að 50 ár voru þá liðin frá því að Vilhjálmur Einarsson vann til silfurverðlauna á Olympíuleikunum í Melbourne, þann 27. nóv. 1956,  þegar hann stökk 16,26m í þrístökki, setti Íslandsmet sem engum öðrum, en honum sjálfum hefur tekist að bæta, þegar hann stökk 16,70m árið 1960 á Laugardalsvellinum.

Nú fór mótið fram 18. nóvember í Frjálsíþróttahöllinni í Laugardal.  Keppendur voru hátt á sjötta hundrað talsins.

Þrjár skagfirskar stúlkur kepptu í flokki 14 ára og stóðu sig allar frábærlega vel og unnu allar til verðlauna. Andrea Maya Chirikadzi sigraði í kúluvarpinu, kastaði 10,20m, Stefanía Hermannsdóttir varð þar í 3. sæti með 8,86m og Inga Sólveig Sigurðardóttir í 5. sæti kastaði, 7,87m (pm). Þá varð Inga Sólveig einnig í 3. sæti í 60m grindahlaupi á 13,60sek.

Til hamingju stúlkur !

Öll úrslit á mótinu má sjá HÉR