- Félagið
- Fótbolti
- Körfubolti
- Sund
- Frjálsar
- Skíði
- Júdó
- Bogfimi
- Badminton
Tvö stórmót í frjálsíþróttum innanhúss fóru fram helgina 8.-9. febrúar í Laugardalshöllinni í Reykjavík, þar voru fjórir Skagfirðingar frá UMSS í eldlínunni og stóðu sig með miklum sóma. Á Meistaramóti Íslands í fjölþrautum kepptu Ísak Óli Traustason í sjöþraut og Ragna Vigdís Vésteinsdóttir í fimmtarþraut. Á Meistaramóti öldunga kepptu feðgarnir Karl Lúðvíksson í flokki 65-69 ára og Theodór Karlsson í flokki 40-44 ára.
Ísak Óli Traustason varð Íslandsmeistari í sjöþraut karla, með 5336 stig, aðeins 8 stigum frá sínu besta, í 2. sæti Bjarki Rósantsson Bbliki með 4428 stig og í 3. sæti Andri Fannar Gíslason KFA með 4177 stig. Árangur Ísaks Óla í einstökum greinum: 60m hlaup 7,14sek, langstökk 7,03m, kúluvarp 13,00m, hástökk 1,82m, 60m grind. 8,41sek, stangarstökk 4,23m og 1000m hlaup 2:46,01mín.
Ragna Vigdís Vésteinsdóttir varð í 3. sæti í fimmtarþraut kvenna með 3081 stig, en sigurvegari varð María Rún Gunnlaugsdóttir FH með 3965 stig og Birna Kristín Kristjánsdóttir Breiðabliki í 2. sæti með 3550 stig.
Allar upplýsingar um MÍ í fjölþrautum má sjá HÉR !
Á MÍ-öldunga varð Theodór Karlsson fimmfaldur Íslandsmeistari í flokki 40-44 ára, sigraði í 60m hlaupi, hástökki, langstökki, þrístökki og stangarstökki. Karl Lúðvíksson varð fimmfaldur Íslandsmeistari í flokki 65-69 ára, sigraði í hástökki, langstökki, þrístökki, stangarstökki og 60m grind., og varð í 2. sæti í 60m hlaupi.
Allar upplýsingar um MÍ öldunga má sjá HÉR !
Til hamingju öll !