- Félagið
- Fótbolti
- Körfubolti
- Sund
- Frjálsar
- Skíði
- Júdó
- Bogfimi
- Badminton
Meistaramót Íslands í fjölþrautum frjálsíþrótta, öllum aldursflokkum, fór fram á Þórsvelli á Akureyri helgina 17.-18. ágúst. Ísak Óli Traustason var eini keppandi UMSS að þessu sinni.
Úrslit í tugþraut karla: 1. Benjamín Jóhann Johnsen ÍR 7012 stig, 2. Ísak Óli Traustason UMSS 7007 st., 3. Sindri Magnússon Bbliki 6576 st., 4. Andri Fannar Gíslason KFA 6490 st., 5. Gunnar Eyjólfsson UFA 6456 st., 6. Bjarki Rósantsson Bbliki 5862 stig.
Keppnin um sigurinn var æsispennandi og skildu aðeins 5 stig þá að í lokin, Benjamín Jóhann og Ísak Óla, sem í fyrsta sinn rauf 7000-stiga múrinn, átti fyrir 6723 stig. Hvor þeirra sigraði í fjórum greinum þrautarinnar. Ísak Óli sigraði í 100m hlaupi, 110m grind., langstökki og kúluvarpi, en Benjamín í hástökki, stangarstökki, spjótkasti og kringlukasti.
Öll úrslit má sjá HÉR !