Ísak Óli Íslandsmeistari í sjöþraut.

Benjamín Jóhann - Ísak Óli - Gunnar.  (Mynd: Fb. EMV)
Benjamín Jóhann - Ísak Óli - Gunnar. (Mynd: Fb. EMV)

 

Meistaramót Íslands í fjölþrautum frjálsíþrótta innanhúss, fór fram í Laugardalshöllinni í Reykjavík helgina 16.-17. febrúar. Keppt var í sjöþraut karla og fimmtarþraut kvenna, og einnig í flokkum pilta 18-19 ára, 16-17 ára og 15 ára og yngri, og í flokkum stúlkna 16-17 ára og 15 ára og yngri. 

Ísak Óli Traustason Tindastól/UMSS stóð sig frábærlega í keppninni, náði sínum besta árangri í fjórum af greinunum sjö, og einnig samanlagt í stigakeppninni.

Ísak Óli varð Íslandsmeistari og hlaut 5344 stig (pm), í 2. sæti Benjamín Jóhann Johnsen ÍR með 5200 stig og í 3. sæti varð Gunnar Eyjólfsson UFA með 4746 stig. 11 keppendur mættu til leiks, en 8 luku keppni.

Árangur Ísaks Óla í einstökum greinum: 60m hlaup 7,10sek (pm), langstökk 7,01m, kúluvarp 12,17m, hástökk 1,82m, 60m grind. 8,26sek (pm-jöfnun), stangarstökk 4,25m (pm), 1000m hlaup 2:45,31mín (pm).

Til hamingju Ísak Óli !

HÉR má sjá allar upplýsingar um mótið !