- Félagið
- Fótbolti
- Körfubolti
- Sund
- Frjálsar
- Skíði
- Júdó
- Bogfimi
- Badminton
MÍ í fjölþrautum frjálsíþrótta fór fram á Laugardalsvelli í Reykjavík dagana 23.-24. júní.
Í tugþraut karla var keppnin jöfn og spennandi. Ingi Rúnar Kristinsson Breiðabliki sigraði, hlaut 6677 stig, Ísak Óli Traustason UMSS varð í 2. sæti með 6464 stig og Benjamín Jóhann Johnsen ÍR í 3. sæti með 6353 stig.
Árangur Ísaks Óla var aðeins 38 stigum frá hans besta, sem eru 6502 stig frá Evrópukeppninni í Monzon á Spáni í fyrra. Hann bætti nú sinn fyrri árangur í 2 greinum þrautarinnar, 400m hlaupi 51,35sek (átti 51,88sek) og stangarstökki 4,00m (átti 3,82m).
Úrslit í öllum greinum mótsins má sjá HÉR