MÍ 15-22 ára og MÍ aðalhluti

Síðustu tvær helgar fóru fram MÍ 15-22 ára og MÍ aðalhluti.

 

MÍ 15-22 ára fór fram daganna 18.-19. júlí sl.

Átti frjálsíþróttadeild Tindstóls þrjá keppendur, þau Andrea Maya Chirikadzi, Rúnar Inga Stefansson og Stefaníu Hermannsdóttir. 

Uppskáru þau 4 silfur og 1 brons.
Andrea vann silfur í kúlu 11,84 m, kringlu 26,19 m PM og sleggju 31,02 m PB, Rúnar vann silfur í kúlu 12,07 m PB og Stefanía vann brons 36,32 PB og nýju héraðsmeti í spjótkasti. 

 

Síðustu helgi 25.-26. júlí fór fram Meistaramót Íslands í frjálsum íþróttum á Þórsvelli, Akureyri. 

Sveinbjörn Óli Svavarsson hljóp fyrri daginn 100 m undanriðlinn á þriðja besta tímanum og komst því áfram í úrslit þar sem hann hljóp á 11,14 sek en meðvindur var +2,2 náði þessi tími honum 5. sæti, einnig hljóp Sveinbjörn seinni daginn 200 m á sínum besta tíma 22,67 sek. en meðvindur var of mikill +2.8, en hann komst á þeim tíma í úrslita hlaupið.
Ragna Vigdís Vésteinsdóttir hljóp á fínum tíma 100 m og komst í topp 8 í spjótkasti og kringlu.
Rúnar Ingi Stefánsson lenti í 5. sæti í kúluvarpi.
Andrea Maya Chirikadzi lenti í 6. sæti í spjótkasti á nýju PB fyrri daginn og seinni daginn kastaði Andrea svo kringlu 30.72 m og bætti sitt PB.
Stefanía Hermannsdóttir setti nýtt héraðsmet í 600 gr spjóti 16-17 ára og lenti í 3. sæti með kast upp á 33,32 m. Stefanía kastaði kringlu á sunnudaginn og bætti sitt SB þegar hún kastaði 27,49 m.
Þóranna Ósk Sigurjónsdóttir keppti í hástökki á sunnudeginum og stökk 1,65 m og lenti hún í 3. sæti.


Til hamingju öll með árangurinn ykkar síðustu vikur.