Góður árangur Skagfirðinga á MÍ 15-22 ára í frjálsíþróttum.

Stefanía, Marín Lind, Inga Sólveig og Birta Sylvía.
Stefanía, Marín Lind, Inga Sólveig og Birta Sylvía.

 

Meistaramót Íslands í frjálsíþróttum innanhúss, fyrir 15-22 ára, fór fram í Kaplakrika í Hafnarfirði helgina 17.-18. febrúar í umsjón Frjálsíþróttadeildar FH.  Keppt var í flokkum 15, 16-17, 18-19 og 20-22 ára stúlkna og pilta.  Keppendur voru rúmlega 230 talsins frá 17 félögum og samböndum.

Þrettán Skagfirðingar voru meðal keppenda og vann hópurinn til tvennra gullverðlauna og sjö bronsverðlauna, auk þess sem mjög margir bættu sinn fyrri árangur.

Þau sem unnu til verðlauna voru:

Gull:

Einar Örn Gunnarsson (20-22):  800m hlaup.

Þóranna Ósk Sigurjónsdóttir (20-22): Hástökk.

Brons:

Marín Lind Ágústsdóttir (15): Langstökk.

Sveit UMSS (15) / Marín Lind Ágústsdóttir, Stefanía Hermannsdóttir, Birta Sylvía Ómarsdóttir og Inga Sólveig Sigurðardóttir: 4x200m boðhlaup.

Guðmundur Smári Guðmundsson (16-17): 800m hlaup.

Kristinn Freyr Briem Pálsson (18-19): Þrístökk.

Rúnar Ingi Stefánsson (18-19): Kúluvarp.

Sveinbjörn Óli Svavarsson (20-22): 200m hlaup.

Þóranna Ósk Sigurjónsdóttir (20-22): 60m grind.

HÉR má sjá öll úrslit