- Félagið
- Fótbolti
- Körfubolti
- Sund
- Frjálsar
- Skíði
- Júdó
- Bogfimi
- Badminton
Það stefnir í skemmtilegt mót á Sauðárkróksvelli 4.- 5. júli nk. Meistaramót Íslands 11-14 ára fer þar fram undir styrkri stjórn Frjálsíþróttaráðs UMSS (Frjálsíþróttadeild Tindastóls og Ungmenna- og Íþróttafélagið Smári, Varmahlíð).
Síðustu ár hafa um 200 keppendur verið skráðir til leiks á Meistaramót Íslands 11-14 ára utanhúss.
Keppnin hefst á Sauðárkróksvelli kl.10:00 og er til kl.17:00 á laugardeginum og heldur áfram á sunnudeginum kl. 09:00. Mótinu lýkur um kl.15:00.
Sjá nánar í mótaforrit Frjálsíþróttrasamband Íslands FRÍ http://thor.fri.is Skráning á mótið er til og með 30. júní. Endanlegur tímaseðill verður birtur á Þór þegar skráningar liggja fyrir.