Íþróttamaður Skagafjarðar 2018: Þóranna Ósk.

Íþróttamaður ársins og þjálfari ársins hjá UMSS
Íþróttamaður ársins og þjálfari ársins hjá UMSS

 

Þóranna Ósk Sigurjónsdóttir, frjálsíþróttakona úr UMF Tindastól, var valin “Íþróttamaður Skagafjarðar 2018”, en valið var tilkynnt í hófi sem UMSS hélt í Ljósheimum 27. desember.

Þóranna bætti sinn fyrri árangur og skagfirska héraðsmetið í hástökki uh. um 5 cm í sumar, stökk 1,77m, sem er besti árangur íslenskrar konu í greininni í 5 ár. Þá varð hún Íslandsmeistari bæði í flokkum 20-22 ára og fullorðinna. Hún keppti fyrir hönd Íslands á Evrópumóti smáþjóða í Liectenstein (3. sæti) og Norðurlandameistaramótinu í Svíþjóð (5. sæti).

Þóranna hlaut þennan sæmdartitil einnig árið 2015.

Sigurður Arnar Björnsson, aðalþjálfari Frjálsíþróttadeildar Tindastóls, var valinn þjálfari ársins, en hann hefur einnig starfað í þjálfarateymum íslenska landsliðsins.

Hvatningarverðlaun, sem veitt eru unglingum 12-17 ára, hlutu frá Frjálsíþróttadeild Tindastóls: Andrea Maya Chirikadzi og Hákon Ingi Helgason.

Viðurkenningar fyrir landsliðsþátttöku, hlutu frá deildinni: Jóhann Björn Sigurbjörnsson, Þóranna Ósk Sigurjónsdóttir og Sigurður Arnar Björnsson. 

Til hamingju öll !