Ísak Óli Traustason keppti í tugþraut á Madeira.

Íslenska liðið á Madeira. (Mynd: Fb. FRÍ).
Íslenska liðið á Madeira. (Mynd: Fb. FRÍ).

 

Evrópubikarkeppnin í fjölþrautum fór fram á eyjunni Madeira, sem tilheyrir Portugal, um helgina 6. og 7. júlí. Tugþrautarkappinn Ísak Óli Traustason UMFT/UMSS var í liði Íslands, sem keppti í 2. deild. Yfirþjálfari Frjálsíþróttadeildar Tindastóls, Sigurður Arnar Björnsson, var í fararstjóra- og þjálfarateymi liðsins.

Íslenska liðið má sjá HÉR !

Heimasíðu keppninnar má sjá HÉR !

Ísak Óli hlaut 6695 stig í tugþrautinni, aðeins 28 stigum frá hans besta, frá því í ágúst í fyrra. Hann varð í 13. sæti af 27, sem hófu keppnina. Árangur Ísaks Óla í einstökum greinum: 100m 11,18sek, langstökk 6,83m, kúluvarp 11,75m, hástökk 1,77m, 400m 50,37sek (pm), 110m grind 15,17sek, kringlukast 33,98m, stangarstökk 4,00m, spjótkast 41,50m, 1500m 4:43,94 mín.

Bestum árangri Íslendinganna náði María Rún Gunnlaugsdóttir FH, en hún vann til bronsverðlauna í sjöþraut og fékk 5562 stig (pm) í kvennaflokki. Í karlaflokki endaði Benjamín Jóhann Johnsen ÍR í fimmta sæti í tugþrautinni með 7146 stig (pm).

Í liðakeppni mótsins, þar sem reiknuð eru saman stig þriggja bestu í karla- og kvennaflokkum, urðu úrslit þessi: 1. Belgía 38.165, 2. Írland 35.821, 3. Danmörk 34.240, 4. Rúmenía 33.260, 5. Tyrkland 32.292 stig. Íslendingar tefldu ekki fram fullmönnuðu liði.