Góður árangur Ísaks og Jóhanns á Vormóti HSK

Ísak Óli Traustason.
Ísak Óli Traustason.

 

Vormót HSK í frjálsíþróttum fór fram á Selfossvelli 30. maí, en mótinu hafði áður verið frestað í tvígang, 19. og 29. maí, vegna veðurs.Tveir Skagfirðingar kepptu á mótinu.

Jóhann Björn Sigurbjörnsson UMSS sigraði í 100m hlaupi, hljóp á 10,76sek (vindur +1,4m/sek), á best 10,71sek frá 2014. Jóhann sigraði einnig í 300m hlaupi á 34,36sek.

Ísak Óli Traustason UMSS sigraði í 110m grindahlaupi og bætti sinn fyrri árangur, hljóp á 15,10sek (+0,6m/sek), fyrir átti hann 15,23sek frá 2016. Þá varð hann í 2. sæti í kúluvarpi með 11,86m, og í 7. sæti í spjótkasti, kastaði 44,45m (pm.).

Glæsilegur árangur Skagfirðinganna sem gefur góð fyrirheit fyrir sumarið.

HÉR má sjá öll úrslit mótsins.