- Félagið
- Fótbolti
- Körfubolti
- Sund
- Frjálsar
- Skíði
- Júdó
- Bogfimi
- Badminton
Hið árlega barna- og unglingamót FH, “Gaflarinn”, fór fram laugardaginn 4. nóvember í Frjálsíþróttahöllinni í Kaplakrika í Hafnarfirði. Á mótinu keppa 9 ára og yngri í þrautabrautum, en 10 - 17 ára í hefðbundnum frjálsíþróttagreinum. Keppendur voru alls nálægt 500 talsins.
Að þessu sinni var einn Skagfirðingur meðal keppenda, Andrea Maya Chirikadzi, hún sigraði í kúluvarpi 14 ára (3kg), kastaði 9,93m. Andrea á sjálf besta árangur ársins innanhúss (10,98m), og utanhúss (10,99m). Glæsilegur árangur - Til hamingju !
Öll úrslit á mótinu má sjá HÉR !