- Félagið
- Fótbolti
- Körfubolti
- Sund
- Frjálsar
- Skíði
- Júdó
- Bogfimi
- Badminton
13. Reykjavíkurleikarnir - Reykjavik International Games 2020 - voru haldnir dagana 23. janúar - 2. febrúar. Keppt var í 25 einstaklings- og paragreinum íþrótta, og skiptist keppnin á tvær helgar.
Frjálsíþróttakeppnin á RIG 2020 var alþjóðlegt boðsmót, sem fram fór í Laugardalshöllinni sunnudaginn 2. febrúar. RIG er jafnan sterkasta frjálsíþróttamótið hér á landi á hverju ári, og þar mætti fremsta frjálsíþróttafólk landsins rúmlega 30 sterkum erlendum keppinautum frá sex löndum, Bandaríkjunum, Bretlandi, Danmörku, Írlandi, Suður-Afríku og Svíþjóð.
Tveimur Skagfirðingum frá UMSS var boðið til keppni að þessu sinni: Ísak Óli Traustason keppti í 60m hlaupi og langstökki og Sveinbjörn Óli Svavarsson í 60m hlaupi og 4x200m boðhlaupi. Í langstökkinu varð Ísak Óli í 4. sæti. Í 60m hlaupinu varð Ísak Óli í 5. sæti og Sveinbjörn Óli í 11. sæti af 15 keppendum. Í 4x200m boðhlaupinu hljóp Sveinbjörn Óli í B-sveit Íslands sem hafnaði í 3. sæti. Sjá úrslit !