Frjálsar sumarið 2020

FRÍTT verður á allar æfingar fyrir 10 - 14 ára iðkendur sumarið 2020.

 

Sumaræfingar hefjast 2. júní og lýkur 30. júlí

  • Í frjálsum íþróttum er lögð áhersla á að þjálfa bæði snerpu og úthald.
  • Frjálsar geta því hentað vel með öðrum íþróttum.
  • Lagt er upp með fjölbreyttar æfingar sem veita góðan grunn fyrir frekari frjálsíþróttaþjálfun eða iðkun annarra íþrótta.
  • Æfðar verða markvisst einstakar greinar innan frjálsra íþrótta, þ.e. hlaup, köst og stökk.
  • Óskað er eftir því að forráðamenn skrái sína iðkendur.
  • Skráningar fara fram rafrænt https://umss.felog.is
  • Nánari upplýsingar á http://www.tindastoll.is/frjalsar

 

Æfingar eru á Sauðárkróksvelli - besta frjálsíþróttavelli Íslands

 

Mánudaga, þriðjudaga og fimmtudaga kl. 17:00 - 18:30

 

Þjálfari: Friðrik Hrafn Jóhannsson