- Félagið
- Fótbolti
- Körfubolti
- Sund
- Frjálsar
- Skíði
- Júdó
- Bogfimi
- Badminton
Frjálsíþróttadeild Tindastóls býður upp á frjálsíþróttaæfingar fyrir alla aldurshópa allan ársins hring.
Æfingatafla sumarsins í frjálsum íþróttum tók gildi 5.júní sl.
Í frjálsum íþróttum er lögð áhersla á að þjálfa bæði snerpu og úthald. Frjálsar geta því hentað vel með öðrum íþróttum og í öllum æfingahópum er hægt að semja um að mæta aðeins á hluta æfinganna.hópunum er lögð áhersla á leik og fjölbreyttar æfingar sem veita góðan grunn fyrir frekari frjálsíþróttaþjálfun eða iðkun annarra íþrótta. Í eldri hópum verður sérhæfingin meiri, en frá 10 ára aldri er farið að æfa markvisst einstakar greinar innan frjálsra íþrótta, þ.e. hlaup, köst og stökk. Í unglingahópum verður sérhæfingin enn meiri og þegar komið er upp í meistaraflokk hafa flestir valið sér ákveðna grein eða greinar innan frjálsíþrótta.
Skráning á: https://www.sportabler.com/shop/umftindastoll/5
opið er fyrir skráningar í viku og viku
Hafið samband við Thelmu í síma 844 6534 ef þið þurfið aðstoð eða viljið vita meira um starfið okkar.