Frábærir Skagfirðingar á MÍ í frjálsíþróttum.

Jóhann Björn sigrar í 100m hlaupinu.
Jóhann Björn sigrar í 100m hlaupinu.

 

 

 

Skagfirskir frjálsíþróttamenn stóðu sig frábærlega á Meistaramóti Íslands í frjálsíþróttum, sem fram fór á Sauðárkróki samhliða Landsmóti UMFÍ um helgina 14.-15. júlí.

Skagfirðingarnir unnu til 4 gullverðlauna og 2 silfurverðlauna á mótinu. Þá varð liðið í 4. sæti af 14 keppnisliðum á mótinu í heildarstigakeppninni.

 

 

 

Verðlaunahafarnir úr Skagafirði á MÍ í frjálsíþróttum :

Hástökk kv.:            1. Þóranna Ósk Sigurjónsdóttir   1,68m

100m karla:             1. Jóhann Björn Sigurbjörnsson  10,66sek (pm)

200m karla:             1. Jóhann Björn Sigurbjörnsson  21,54sek

110m grind. ka.:      1. Ísak Óli Traustason                 15,10sek (pm)

4x100m boðhl. ka.:  2. UMSS (SÓS-ÍÓT-DÞ-JBS)     42,78sek                                                                             

4x400m boðhl. ka.:  2. UMSS                                     3:26,70mín

Til hamingju öll sem kepptuð á þessu glæsilega meistaramóti !

Öll úrslit á mótinu má sjá HÉR !