- Félagið
- Fótbolti
- Körfubolti
- Sund
- Frjálsar
- Skíði
- Júdó
- Bogfimi
- Badminton
MÍ 15-22 ára í frjálsíþróttum innanhúss fór fram í Frjálsíþróttahöllinni í Kaplakrika í Hafnarfirði helgina 26.-27. janúar. 242 keppendur voru skráðir til leiks frá 19 félögum og samböndum, þar á meðal voru 7 Skagfirðingar í liði UMSS. Þau stóðu sig öll með sóma og unnu ein silfurverðlaun og tvenn bronsverðlaun.
Verðlaunahafar UMSS:
Silfur:
Aníta Ýr Atladóttir: Kúluvarp (3kg) 16-17 ára: 11,47m
Brons:
Rúnar Ingi Stefánsson: Kúluvarp (7,26kg) 20-22 ára: 11,42 (pm).
Sveinbjörn Óli Svavarsson: Stangarstökk 20-22 ára: 3,40m.
HÉR má sjá öll úrslit á mótinu.