- Félagið
- Fótbolti
- Körfubolti
- Sund
- Frjálsar
- Skíði
- Júdó
- Bogfimi
- Badminton
24. Stórmót ÍR í frjálsíþróttum innanhúss var haldið í Frjálsíþróttahöllinni í Laugardalnum í Reykjavík helgina 18.-19. janúar. Keppt var í öllum aldursflokkum. Keppendur voru um 600 frá 32 félögum og samböndum, meðal þeirra voru sex Skagfirðingar. Í yngstu flokkum var keppt í fjölþraut, en þau eldri kepptu í hefðbundnum innanhússgreinum.
Skagfirðingarnir unnu til sjö verðlauna:
Ísak Óli Traustason sigraði í stangarstökki, stökk 4,35m (pm), og í 60m grindahlaupi á 8,42sek.
Andrea Maya Chirikadzi sigraði í kúluvarpi 16-17 ára (3kg), kastaði 11,55m (pm).
Sveinbjörn Óli Svavarsson varð í 2. sæti í 200m hlaupi á 22,96sek (pm), og í 3. sæti í 60m hlaupi á 7,13sek (pm).
Ragna Vigdís Vésteinsdóttir varð í 3. sæti í 60m grindahlaupi á 9,53sek.
Rúnar Ingi Stefánsson varð í 3. sæti í kúluvarpi, kastaði 12.18m.
Til hamingju !
HÉR má sjá öll úrslit á mótinu.