Akureyrarmót UFA í frjálsíþróttum

Tanja, Rebekka, Stefanía og Andrea unnu allar sigra.
Tanja, Rebekka, Stefanía og Andrea unnu allar sigra.

 

Akureyrarmót UFA í frjálsíþróttum var haldið á Þórsvelli helgina 12.-13. ágúst í blíðskaparveðri.  Keppendur voru rúmlega eitt hundrað, þar á meðal 12 Skagfirðingar á ýmsum aldri, sem stóðu sig mjög vel.  Af árangri þeirra var þetta helst að frétta:

Yngri flokkar:

Tanja Kristín Ragnarsdóttir (10-11):  1. í langst. og 2. í 60m hlaupi.

Rebekka Dröfn Ragnarsdóttir (12-13):  1. í kúluvarpi.

Trausti Thorlacius (12-13):  2. í 600m og 3. í 80m hlaupum.

Andrea Maya Chirikadzi (14-15):  1. í kúluvarpi.

Stefanía Hermannsdóttir (14-15):   1. í spjótkasti, 2. í kúluvarpi.

Flokkar fullorðinna (18 +):

Daníel Þórarinsson:  2. í 200m og 2. í 400m hlaupum.

Hrafnhildur Gunnarsdóttir:  1. í kúluvarpi og 1. í kringlukasti.

Kristinn Freyr Briem Pálsson:  1. í hástökki og 2. í kúluvarpi.

Rúnar Ingi Stefánsson:  1. í kúluvarpi.

Sveinbjörn Óli Svavarsson:  3. í 100m hlaupi.

Þóranna Ósk Sigurjónsdóttir:  2. í hástökki.

Ísak Óli Traustason:  Keppti í tugþraut, en lauk henni ekki.

Nánari upplýsingar um árangur keppenda má sjá HÉR !