- Félagið
- Fótbolti
- Körfubolti
- Sund
- Frjálsar
- Skíði
- Júdó
- Bogfimi
- Badminton
Aðalfundur Frjálsíþróttadeildar Tindastóls, fyrir starfsárið 2019, var haldinn 17. mars 2020.
Stjórn deildarinnar var endurkjörin, en hana skipa Thelma Knútsdóttir formaður, Kolbrún Þórðardóttir gjaldkeri og Steinunn Jónsdóttir ritari.
Þjálfarar deildarinnar, Sigurður Arnar Björnsson yfirþjálfari og þjálfari 15 ára og eldri, Kristinn Freyr Briem Pálsson þjálfari 11-14 ára og Andrea Maya Chirikadzi þjálfari 6-10 ára, hafa verið að gera góða hluti, en sárlega vantar þó betri aðstöðu og fleiri tíma til æfinga yfir veturinn.
Frjálsíþróttafólkið okkar hefur staðið sig mjög vel og margir sýnt miklar framfarir. Farið var á mörg mót innanlands og nokkur mót erlendis á árinu. Alls unnust fjórir Íslandsmeistaratitlar og fjórir Bikarmeistaratitlar. Þá voru sett þrjú ný héraðsmet í nokkrum aldursflokkum, bæði utan- og innanhúss.
Deildin hefur verið að fjárfesta á undarförnu, síðasta sumar voru keyptar stangarstökksstangir sem Ísak Óli hefur verið að nota á mótum og æfingum, og fyrir stuttu voru keyptar innanhúss kúlur og skutlur fyrir deildina til að nota innanhúss.
Ísak Óli Traustason var valin “Íþróttamaður Skagafjarðar 2019” og Sigurður Arnar Björnsson “Þjálfari Skagafjarðar 2019”.
Íþróttafólkinu, þjálfurum og síðast en ekki síst, hinum fjölmörgu sjálfboðaliðum sem komu að starfinu, voru þökkuð frábær störf á árinu.