Theódór Karlsson

 

Meistaramót Íslands í frjálsíþróttum, fyrir öldunga, fór fram í Laugardalshöllinni í Reykjavík 22.-23. febrúar.

Þátttaka í mótinu var góð, en Theódór Karlsson var eini Skagfirðingurinn sem keppti að þessu sinni.

Theódór stóð sig mjög vel og sigraði í öllum stökkgreinum í yngsta flokknum, 35-39 ára.

Hann stökk 3,40m á stöng, 1,65m í hástökki, 5,91m í langstökki og 11,00m í þrístökki.

 

Til hamingju spræki “öldungur” !