Jólamót UMSS


Jólamót UMSS í frjálsíþróttum verður haldið í Íþróttahúsinu í Varmahlíð fimmtudaginn 18. desember. Mótið, sem er fyrir aldursflokkana 10 ára og eldri, hefst kl. 16:30 og lýkur um kl. 20.


Keppnisgreinar:  Hástökk með og án atr., langstökk og þrístökk án atr. og kúluvarp.


Skráning er á staðnum, ekkert skráningargjald.

Starfsmenn óskast og er öll hjálp vel þegin.