Jólahappdrætti


Meistaraflokkur frjálsíþróttafólks UMFT á Sauðárkróki undirbýr nú æfingaferð til Bandaríkjanna í vor.  Um er að ræða níu manna hóp, ásamt þjálfara.  Þessi hópur stóð sig frábærlega á vellinum síðasta sumar, en vill koma enn betur undirbúinn til keppni á næsta sumri.

 

Á veturna æfa þessir krakkar í Íþróttahúsinu og Reiðhöllinni hér heima, aðstaða sem jafnast ekki alveg á við aðstöðuna á suðvesturhorninu, en samt hafa þau ekki látið það hindra sig í því að ná frábærum árangri og eru í hópi þeirra bestu á landinu.

 

Hjálpum okkar frábæra frjálsíþróttafólki,

með því að kaupa happdrættismiða, þegar þau heimsækja okkur næstu daga.

Glæsilegir vinningar !