Gleðilega páska

 

Frjálsíþróttadeild Tindastóls óskar öllum Skagfirðingum gleðilegra páska,

og biður um stuðning við verkefni sumarsins. 

 

Í næstu viku munu krakkarnir, sem ætla til Gautaborgar í sumar, bjóða bakkelsi í KS-búðunum í Varmahlíð og á Sauðárkróki. Fögnum sumri með gómsætu meðlæti með kaffinu.

 

Um verslunarmannahelgina verður Unglingalandsmót UMFÍ haldið á Sauðárkróki. Nálægt 100 sjálfboðaliða er þörf við framkvæmd frjálsíþróttakeppninnar. Við vonumst eftir góðum undirtektum þegar frjálsíþróttaráð UMSS leitar til áhugafólks um frjálsíþróttir og biður um aðstoð.