Skráning hafin í fótboltann fyrir veturinn

Kæru foreldrar barna í knattspyrnu hjá Tindastól!


Nú hefur verið opnað fyrir skráningu fyrir knattspyrnuna í vetur. Opið verður fyrir skráninguna til 17. október. Ég hvet ykkur eindregið til að smella á meðfylgjandi hlekk og klára skráningu sem fyrst.

Ítarlegar leiðbeiningar um Nóra kerfið og upphæð æfingagjalda má einnig sjá á meðfylgjandi slóð!
 
Það marg borgar sig að skrá börnin sjálf því þá er hægt að dreifa greiðslum og slíkt, sem er ekki hægt ef við skráum börnin fyrir ykkur eftir að skráningarfrestur er útrunninn.
 
Töluvert vantaði upp á skráningar sumarsins og mega þeir sem ekki skráðu börnin sl. vor (og barnið æfði í sumar) eiga von á greiðsluseðli í heimabankann sinn í þessum mánuði.
 
mbk, Jónsi framkvæmdastjóri