Ungir og efnilegir leikmenn skrifa undir

Hólmar, Einar og Bragi
Hólmar, Einar og Bragi

Enn fleiri leikmenn bætast í hópinn en nú á dögunum skrifaði Hólmar Daði Skúlason undir samning við Tindastól. Hólmar hefur spilað 86 leiki fyrir Tindastól og er mikill styrkur í honum fyrir liðið . Einnig skrifuðu Einar Ísfjörð Sigurpálsson og Bragi Skúlason undir samninga en þeir félagar eru fæddir árið 2005 og eru gríðarlega efnilegir ungir leikmenn þar á ferð.