Stórleikur í bikarnum á föstudag

Stelpurnar í meistaraflokki taka á móti Fylki í 16 liða úrslitum bikarsins núna á föstudagskvöldið. Ljóst er að um hörkuleik er að ræða en Fylkisstelpur eru í Pepsideildinni. Tindastólsstelpur unnu Völsung 3-1 í 32 liða úrslitum í flottum leik þar sem Kolbrún Ósk, Bryndís Rún og Madison Cannon sáu um markaskorun fyrir okkar stelpur.

Við hvetjum fólk til að fjölmenna á völlinn á föstudaginn og styðja stelpurnar til sigurs

Áfram Tindastóll