Steinullarmót Tindastóls 2020

Okkur er sönn ánægja að tilkynna að Stúlknamót Tindastóls hefur fengið nýjan bakhjarl. Steinull hf mun vera aðal styrktaraðili mótsins sem mun næstu tvö árin bera nafnið Steinullarmótið.

Helgina 26. til 28.júní mun því Steinullarmót Tindastóls fara fram hér á Sauðárkróki.
Mæta hátt í 100 lið í bæinn til að taka þátt og hafa gaman saman og njóta þess að vera til.

 

Hlökkum til að sjá ykkur.